Algengar spurningar
Hvaða vörumerki er FTHN með á síðunni?
Allar vörur okkar eru keyptar notaðar.
Markmiðið er að búa til netverslun með persónulega og frábæra þjónustu.
FTHN býður upp á allskyns tegundir vörumerkja. Sumar vörur okkar eru einstakar vintage vörur sem erfitt er að finna nú á dögum.
Við erum reglulega að bæta við nýjum vörumerkjum svo endilega fylgstu með.
Sumar vörur okkar eru með galla, er þetta eðlilegt?
Þar sem flestar vörur okkar eru keyptar notaðar gerum við okkar besta til að velja vörur með sem minnstum göllum fyrir viðskiptavini okkar. Við verðleggjum vörur okkar eftir ástandi þeirra.
Hins vegar geta gallar farið fram hjá okkur og við mælum með því að þú hafir samband við okkur á fatahornidstore@gmail.com með efnislínunni "GALLAR" á eftir pöntunarnúmerinu þínu.
Hvernig veit ég hvort varan sé í réttri stærð fyrir mig?
Það er mikilvægt að vita að stærðirnar geta verið mismunandi eftir mismunandi vörumerkjum.
Hvenær kemur sendingin mín ?
Afhending tekur 1-2 virka daga frá því að pantanir hafa verið sendar frá okkur. Fyrir fólk sem er utan höfuðborgarsvæðinsins getur það tekið aðeins lengri tíma.
Við förum með sendingar til DROPP á mánudögum og fimmtudögum.
Ef það er óeðlileg seinkun. Vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið
fatahornidstore@gmail.com